Kæra Björn Inga fyrir fjárdrátt

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Pressunnar hefur lagt fram kæru á hendur Birni Inga Hrafnssyni fyrir meintan fjárdrátt. Lögmaður Björns Inga segir að tilgangurinn sé að þyrla upp moldviðri í fjölmiðlum.

Greint var frá kærunni í Fréttablaðinu í dag. Hún byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi ekki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, að frá árinu 2014 hafi á níunda tug milljóna verið millifærðar út af reikningum félagsins inn á reikning Björns Inga og að Björn Ingi hafi notað á þriðja tug milljóna af eignum félagsins í formi auglýsingainneigna til að greiða fyrir hús að Kirkjustétt 28.

Í yfirlýsingu frá Sveini Andra Sveinssyni, lögmaður Björns Inga, segir að kæran sé hluti af herferð sem gangi út á að koma höggi á fyrrum stjórendur Pressunnar og koma fyrirtækjunum í þrot. 

„Ný stjórn hefur ekki gert nokkra tilraun til að kynna sér þau atriði sem kært er fyrir eða afla sér gagna eða upplýsinga hjá fyrrverandi fyrirsvarsmönnum. Er tilgangurinn greinilega sá að þyrla upp moldviðri í fjölmiðlum og koma þannig höggi á umbjóðendur mína.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK