Vaxandi innlend og erlend netverslun

Fleiri innlendir pakkar fóru í gegn hjá Íslandspósti í nóvember heldur en í öllum desembermánuði í fyrra samkvæmt fréttatilkynningu. Þar segir að þetta megi rekja það til meiri netverslunar sem hafi vaxið hratt á undanförnum árum.

„Alls jukust pakkasendingar í nóvember um 30% á milli ára. Aukninguna í nóvember má að hluta rekja til vinsælda þriggja netverslunardaga – Singles Day, Black Friday og Cyber Monday, þar sem verslanir buðu vörur með miklum afslætti . Pakkamagnið í nóvember bendir einnig til þess að Íslendingar hafi hugað fyrr að jólagjafainnkaupum í ár en í fyrra.“

Þá er erlend netverslun einnig í stöðugum vexti. „Þegar fyrstu 11 mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að sendingum erlendis frá hefur fjölgað um rúm 60%. Ekkert lát virðist vera á þessari aukningu og sérfræðingar spá því að netverslun Íslendinga haldi áfram aukast á næstu misserum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK