Kínverska fjármálakerfið berskjaldað

Frá fjármálahverfinu í Peking.
Frá fjármálahverfinu í Peking. AFP

Mikil áhætta stafar af vaxandi skuldsetningu í Kínverska hagkerfinu að sögn sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 

Sjóðurinn hefur birt skýrslu um kínverska fjármálakerfið sem fjallar um hvernig það sé í stakk búið að takast á við áföll. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá. 

Í skýrslunni er lýst áhyggjum yfir ójafnvægi í hagkerfinu. Stjórnvöldum er bent á að draga úr áherslum sínum á hagvöxt, herða reglur og styrkja stöðu bankanna. 

Álagspróf á kínverska banka leiddi í ljós að fjórir af hverjum fimm bönkum væru berskjaldaðir. Fjórir stærstu bankarnir eru sagðir standa vel en smærri bankar komu illa út úr prófinu. Þá er bent á að hröð þróun nýstárlegra fjármálagerninga geti skapað áhættu.

AGS varaði í okóber við því að kínverska hagkerfið væri háð því að örum skuldavexti en hlutfall skulda af landsframleiðslu er komið upp í 234%. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir