Stálu bitcoin fyrir 6,7 milljarða

AFP

Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi hjá rafmyntamarkaðinum NiceHash og komust undan með 4.700 bitcoin að virði 64 milljóna Bandaríkjadala, eða um 6,7 milljarða króna.  

Í frétt Fortune er haft eftir markaðsstjóra fyrirtækisins að tölvuþrjótarnir hafi beitt háþróuðum brögðum í mannlegum samskiptum til þess að brjóta sér leið inn í kerfið.

NiceHash er markaðssvæði fyrir rafmyntir sem tengir saman þá sem vilja selja vinnsluminni tölvu sinnar og þá sem vilja kaupa það til þess að vinna bitcoin. Starfsemin hefur verið lögð niður í sólarhring og notendum er ráðlegt að breyta lykilorði sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK