Kosti lokað á morgun ef allt selst

Reynt verður að selja allar tiltækar vörur yfir helgina.
Reynt verður að selja allar tiltækar vörur yfir helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlit er fyrir að verslun Kosts í Kópavogi verði lokað eftir morgundaginn en það veltur á því hversu vel tekst að selja og rýma verslunina yfir helgina.  

„Við stefnum að því að síðasti dagurinn verði á morgun en það fer eftir því hvernig gengur að selja yfir helgina,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts, í samtali við mbl.is. 

Tilkynnt var síðustu helgi um að versluninni yrði lokað en Jón Gerald hefur sagt að Kost­ur geti ekki keppt við Costco, eina stærstu versl­un­ar­keðju í heim­in­um. 

Nú stendur yfir rýmingarsala og segir Jón að afslættirnir séu á bilinu 50-75%, allt eigi að seljast. 

Greint var frá því í dag að lok­un versl­un­ar­inn­ar hefði verið bæði starfsmönnum og viðskiptavinum erfið. „Kúnn­arn­ir okk­ar eru hrika­lega sár­ir yfir þessu. Þeir eru hálf­klökk­ir eins og við og knúsa mann í versl­un­inni,“ sagði Bryn­dís Björnsdóttir, starfsmaður. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir