Luxor og Ofur renna í eitt

Luxor sá um ljósa- og tæknimál á skautasvelli Nova.
Luxor sá um ljósa- og tæknimál á skautasvelli Nova. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtækin Luxor tækjaleiga ehf. og Ofur hljóðkerfi ehf. hafa tilkynnt sameiningu fyrirtækjanna undir nafni Luxor.

Rekstur Ofur hefur snúið að hljóðkerfaleigu fyrir tónleika og skemmtanaiðnaðinn en Luxor hefur fengist við ljósa-, skjá- og sviðsleigu á viðburðum fyrirtækja.

Framkvæmdastjóri sameinaðs félags verður Bragi Reynisson, núverandi framkvæmdastjóri Luxor, en nýr stjórnarformaður verður Óli Valur Þrastarson. Í fréttatilkynningu um samrunann er haft eftir Óla Val að velta sameinaðs fyrirtækis verði um 300 milljónir á ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK