Vilja kaupa Shazam fyrir tugi milljarða

AFP

Bandaríski tæknirisinn Apple er nálægt því að kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði 42 milljarða króna. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu. 

Shazam gerir notendum sínum kleift að nota farsímann til að bera kennsla á tónlist með því að greina stutt hljóðbrot.

Fyrirtækið hefur gefið út að 100 milljónir manns noti smáforritið í hverjum mánuði en megnið af tekjum þess eru þóknanir frá Apple fyrir að beina notendum til iTunes Store. Með því að kaupa Shazam væri Apple því að skera út milliliðinn og draga úr þóknanagreiðslum.

Auk þess kæmu kaupin sér illa fyrir keppinautana Spotify og Google Play Music verði notendum Shazam ekki beint þangað. 

Hvorki Apple né Shazam hafa tjáð sig um fréttir af kaupunum. Bent hefur verið á að kaupverðið sé töluvert lægra en verðmatið við síðustu hlutafjáraukningu Shazam árið 2015 þegar það var metið á einn milljarð Bandaríkjadala, eða um 105 milljarða íslenskar krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK