Guðrún, Vilhjálmur og Signý til Samtaka iðnaðarins

Guðrún Birna Jörgensen hefur verið ráðin viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka ...
Guðrún Birna Jörgensen hefur verið ráðin viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Ljósmynd/Aðsend

Þrír nýir starfsmenn hafa ráðnir til Samtaka iðnaðarins að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Guðrún Birna Jörgensen hefur verið ráðin viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins og hóf hún störf í byrjun desember.

Guðrún Birna hefur starfað hjá Íslandsstofu frá árinu 2011 sem verkefnastjóri fyrir Inspired by Iceland. Fyrir þann tíma starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Microsoft Ísland og markaðs- og vörumerkjastjóri hjá Heklu.

Hún er með BS-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands og er nú í meistaranámi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst.

Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í greiningum hjá Samtökum iðnaðarins og hefur hann störf í janúar.

Vilhjálmur hefur starfað sem hagfræðingur á sviði samgangna hjá Mannviti frá árinu 2013. Áður starfaði hann hjá Vegagerðinni við innleiðingu arðsemislíkans og við arðsemismat á samgöngumannvirkjum, auk þess að gegna tímabundnu starfi í innanríkisráðuneytinu við greiningu á framtíð innanlandsflugs. Vilhjálmur kom að gerð skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi sem gefin var út fyrir skömmu. 

Hann er með MS-gráðu í hagfræði frá Copenhagen Business School og Háskóla Íslands og er í meistaranámi í fjármálum við Háskóla Íslands.

Signý Jóna Hreinsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastjóri á hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og hefur hún störf í byrjun janúar.

Signý Jóna hefur starfað hjá Valitor frá árinu 2016 sem sérfræðingur við innleiðingu á Lean-straumlínustjórnun. Áður var hún verkefnastjóri hjá Mílu og Símanum og eins starfaði hún að mannauðsmálum fyrir BW Offshore í Ósló og hjá Synaptic Technologies AS.

Hún er með MS-gráðu í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum frá BI Norwegian Business School í Ósló.

Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í greiningum hjá Samtökum ...
Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í greiningum hjá Samtökum iðnaðarins. Ljósmynd/Aðsend
Signý Jóna Hreinsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastjóri á hugverkasviði Samtaka ...
Signý Jóna Hreinsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastjóri á hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir