Lagði dagsektir á 17 fasteignasölur

Neytendastofa tók í byrjun mánaðar ákvarðanir um dagsektir á 17 fasteignasölur sem höfðu ekki gert viðeigandi lagfæringar á vefsíðum sínum, þrátt fyrir ítrekuð bréf þess efnis. Ellefu þeirra hafa nú þegar lagfært vefsíður sínar.

Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu. Þar er rakið að Neytendastofa hafi gert könnun árið 2016 á upplýsingagjöf hjá fasteignasölum landsins. Skoðaðar voru vefsíður 109 fasteignasala á landinu og sölustaðir þeirra sem voru á höfuðborgarsvæðinu kannaðir.

Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á sölustað og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld. Leiddi könnunin í ljós að að einungis ein fasteignasala af 109 uppfyllti öll þau skilyrði sem lög og reglur gera til upplýsingagjafar um þjónustuna. 

Haustið 2017 kannaði Neytendastofa aftur vefsíður fasteignasalanna auk nýrra aðila á markaði.  Í kjölfarið voru send bréf til 72 fasteignasala í nóvember þar sem farið var fram á úrbætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK