Opnun Costco hafði lítil áhrif

„Þetta snerti okkur dálítið áður en þeir opnuðu. Þá fann maður aðeins fyrir hægagangi á markaðnum. Það var eins og allir væru að bíða eftir einhverju stórkostlegu sem svo ekki varð,“ segir Andrés B. Sigurðsson, forstjóri verslunarinnar Ormsson í viðtali við ViðskiptaMoggann. 

„En svo eftir opnun verslunarinnar fóru öll hjól aftur af stað eins og venjulega. Ég heyrði þetta úr fleiri áttum líka. Costco er í raun með mjög takmarkað úrval miðað við okkur, og því hafði opnun verslunarinnar lítil áhrif á okkur. En þeir eru öflugir á markaðnum á mörgum sviðum, og svo sem ágæt viðbót.“

Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu leitaði Costco til Ormsson varðandi sölu á rafmagnstækjum frá Braun, en ekkert varð af þeim viðskiptum. „Þeir settu ströng skilyrði um allt. Allur rétturinn var þeirra og öll skyldan okkar. Það var því ekkert um að semja í samningunum, og því varð ekkert af neinum viðskiptum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK