Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein af flutningsmönnum frumvarpsins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein af flutningsmönnum frumvarpsins. mbl.is/Golli

Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn.

Í dag greiða einstaklingar 0,8 prósent stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði, utan kaupa á fyrstu íbúð en af þeim er veittur helmingsafsláttur.
 

Markmið frumvarpsins eru að auðvelda fólki að afla sér íbúðarhúsnæðis og auka skilvirkni og flæði á markaði með íbúðarhúsnæði. Mikil þörf er á að auðvelda fólki eins og frekast er unnt að eignast íbúðarhúsnæði, einkum við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja á húsnæðismarkaði,“ segir í greinagerð með frumvarpinu.

Frumvarpið leggja fram þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason, Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir og Brynjar Níelsson. Frumvarpið var lagt fram á bæði síðasta og þar síðasta þingi, en hlaut ekki afgreiðslu. 

Segir í greinargerð þingmanna að sýnt sé að stimpilgjald hafi áhrif til hækkunar fasteignaverðs, dragi úr framboði og rýri hlut kaupenda og seljenda. Verði stimpilgjaldið hins vegar afnumið þá muni það auðvelda verðmyndun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi aukningu á framboði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK