Skapari bitcoin einn ríkasti maður heims

AFP

Þegar verð rafmyntarinnar bitcoin náði 19.771 Bandaríkjadal í gær varð skapari hennar 44. ríkasti maður heims. Hins vegar er enn á huldu hver maðurinn sé. 

Fréttavefurinn Business Insider greinir frá. 

Undanfarin ár hafa margir verið grunaðir um að eiga heiðurinn af því að hafa skapað bitcoin fyrir átta árum en einstaklingurinn gengur undir dulnefninu Satoshi Nakamoto. 

Metið er að Nakamoto eigi um 980 þúsundum bitcoin en það jafngilti 2.053 milljörðum íslenskra króna þegar verðið var sem hæst í gær. Miðað við lista Forbes yfir ríkustu menn heims væri Nakamoto í 44. sæti, aðeins á eftir Stefan Persson, stærsta hluthafa H&M, sem er metinn á 2.074 milljarða króna. 

Verðið er sveiflukennt og stóð í 18.835 dölum þegar fréttin var skrifuð. Höfðu þá auðæfi Nakamoto lækkað niður í 1.953 milljarðar króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK