Kostar þrjá milljarða að klára verksmiðjuna

United Silicon.
United Silicon. mbl.is/RAX

Samkvæmt norskum sérfræðingum sem unnu úttekt á verksmiðju United Silicon í Helguvík kostar 25 milljónir evra, 3,1 milljarð íslenskra króna, að klára verksmiðjuna og koma mengunarvörnum í lag.

RÚV greindi fyrst frá málinu. Um sex­tíu manns eru að störf­um hjá verk­smiðjunni en frá því fram­leiðsla var stöðvuð í byrj­un sept­em­ber hef­ur starfs­fólkið meðal ann­ars sinnt viðhaldi og tím­inn verið nýtt­ur í að styrkja það í störf­um. 

Félagið hefur verið í greiðslustöðvun frá 14. ágúst en Héraðsdóm­ur Reykja­ness samþykkti í byrjun desember beiðni kröfu­hafa United Silicon um að heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar yrði fram­lengd til 22. janú­ar.

Norska ráðgjafafyrirtækið Multiconsult rannsakaði tækjabúnaðinn. Karen Kjartansdóttir, upp­lýs­inga­full­trúi United Silicon, sagði í samtali við mbl.is að niðurstaða þeirra hefði leitt í ljós að það kostaði 5 milljónir evra, 627 milljónir íslenskra króna, að bæta úr ýmsum málum.

Hins vegar þyrfti að bæta við 20 milljónum evra til að allt verði eins og best getur. Hún sagði einnig að niðurstaða Norðmannanna hefði verið á þá leið að grunnhönnun ofnsins væri virkilega vönduð. Hins vegar hefði ýmis jaðarbúnaður valdið tíðum bilunum og það væri meginorsök lyktarmengunar á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK