Musk vill hanna rafknúna pallbíla

Elon Musk kynnir rafknúinn vörubíl.
Elon Musk kynnir rafknúinn vörubíl. AFP

Rafknúnir pallbílar frá Tesla munu líta dagsins ljós á komandi árum að sögn Elon Musk, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins. 

Musk hét því á Twitter að Tesla myndi einbeita sér að hönnun og smíði rafknúinna pallbíla eftir að búið væri að koma bílgerðinni Model Y í umferð. Hann sagði að pallbíllinn yrði líklega örlítið stærri en F-150, metsölubíll Ford, til þess að koma fyrir nýjum byltingarkenndum búnaði. Þá sagðist hann hafa haft grunninn að hönnun bílsins bak við eyrað í fimm ár. 

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá. Í frétt BBC kemur fram að sérfræðingar hafi bent á að Tesla hafi glímt við að skila verki frá sér á réttum tíma. Hafa vaknað spurningar um hvort Tesla geti staðið við skuldbindingar sínar, til að mynda afhendingu rafknúinna vörubíla og sportbíla. 

Pallbílar eru geysivinsælir í Bandaríkjunum þar sem salan nemur 9.500 milljörðum á ári. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir