Skuldir yfir 1.000 milljarða

Skuldir heimilanna hafa farið vaxandi undanfarin ár.
Skuldir heimilanna hafa farið vaxandi undanfarin ár. mbl.is/RAX

Skuldir íslenskra heimila við bankakerfið jukust um 1,4% milli mánaða í október síðastliðnum og við það fóru skuldirnar í tæpa 1.012 milljarða króna. Í nóvember jukust þær enn um tæpa sjö milljarða og námu þá 1.018 milljörðum.

Aðeins einu sinni áður hafa skuldir íslenskra heimila við bankakerfið farið yfir 1.000 milljarða en það var í september 2008 þegar þær hækkuðu um ríflega 6,6% milli mánaða og enduðu í 1.032 milljörðum.

Sú staða varði hins vegar aðeins þann mánuð. Aðgerðir sem stjórnvöld gripu til, sem m.a. fólust í stofnun nýrra bankastofnana á grunni þeirra sem féllu, leiddu til þess að skuldirnar við bankana lækkuðu um tæpa 268 milljarða strax í október, að því er fram kemur í umfjöllun um skuldir heimilanna í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK