Facebook fer í sjálfsskoðun

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sagði í gær að markmið hans fyrir 2018 væri að treysta grunn fyrirtækisins. 

Áður hefur Zuckerberg einungis strengt áramótaheit sem snúa að honum sjálfum, að því er kemur fram í frétt Reuters

„Heimurinn er kvíðinn og sundraður og Facebook á mikið verk fyrir höndum,“ skrifar Zuckerberg í færslu á Facebook. Hann lýsir því þannig að Facebook standi á krossgötum sem krefjist aðkomu hans. 

Zuckerberg segir að útbreiðsla hatursorðræðu og áróðurs á samfélagsmiðlum sé vandamál sem þurfi að takast á við. „Áskorunin árið 2018 er að einblína á að koma þessum stóru málum í lag. [...] Við komum ekki í veg fyrir alla misnotkun en eins og staðan er í dag erum við allt of mistæk við að framfylgja reglum.“

Nýlega voru samþykkt lög í Þýskalandi sem gera samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter ábyrga fyrir því að fjarlægja hatursorðræðu. Ofan á það hafa þingmenn í Bandaríkjunum gagnrýnt Facebook fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Rússar notfærðu sér samfélagsmiðilinn til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. 

Þá hafa fyrrverandi stjórnendur hjá Facebook gagnrýnt fyrirtækið fyrir að stuðla að óheilbrigðum lífstíl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK