Vöruskiptahallinn tæpir 152 milljarðar

Hallinn á vöruskiptum Íslands við útlönd nam 151,9 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Það þýðir að hallinn er tæpum 52 milljörðum meiri en á sama tíma árið 2016.

Í nóvember voru fluttar út vörur fyrir 47,5 milljarða króna og inn fyrir 56,2 milljarða fob (60 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 8,7 milljarða króna. Í nóvember 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 11,6 milljarða á gengi hvors árs.

Í janúar-nóvember 2017 voru fluttar út vörur fyrir 474,6 milljarða króna en inn fyrir 626,4 milljarða fob (667,6 milljarð króna cif). Því var halli á vöruviðskiptum við útlönd sem nam tæpum 151,9 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 100,2 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn í janúar-nóvember 2017 var því 51,7 milljörðum króna hærri en á sama tíma árið áður, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Meirihluti útflutnings iðnaðarvörur

Í janúar-nóvember 2017 var verðmæti vöruútflutnings 21,4 milljörðum króna lægra, eða 4,3% á gengi hvors árs,1 en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,3% hærra en á sama tíma árið áður.

Útflutningur á áli jókst en útflutningur á lyfjum og lækningatækjum dróst saman. Sjávarafurðir voru 38,6% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 15,6% lægra en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur var í útflutningi á frystum flökum og ferskum fiski.

Í janúar-nóvember 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 30,3 milljörðum króna hærra, eða 5,1% á gengi hvors árs, en á sama tímabili árið áður. Innflutningur á skipum, hrá- og rekstrarvörum og fólksbílum jókst en á móti dróst innflutningur á flugvélum saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK