Hjörleifur með 1,7% hlut í VÍS

mbl.is/Kristinn Magnússon

Feier, fjárfestingarfélag Hjörleifs Jakobssonar og eiginkonu hans, birtist á hluthafalista VÍS í vikunni með 1,7% hlut sem metinn er á um 430 milljónir króna. Hjörleifur segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fjárfest í VÍS vor.

Hjörleifur Jakobsson
Hjörleifur Jakobsson

Má telja líklegt að hann komi nú fram á hluthafalista þar sem bréfin hafi áður verið hýst á safnreikningi.

Gengi hlutabréfa í VÍS hefur hækkað um 20% frá því í mars. Hjörleifur segir að nokkru eftir kaupin á VÍS hafi hann keypt 3,14% hlut í Kviku.

Hjörleifur er kjölfestufjárfestir í bílaumboðinu Öskju, Öryggismiðstöðinni, Límtré Vírneti, Nesbúeggjum og Samskipum með um 20-50% í hverju félagi. 

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir