Benz áfram stærst í sölu lúxusbíla

Mercedes-Benz hélt velli sem stærsti lúxusbílasmiðurinn árið 2017. Þetta er sjöunda árið í röð sem Benz slær sitt eigið sölumet.

Alls seldust 2,3 milljónir Benz-bíla á árinu og nam aukning milli ára 10%. Stóran hluta af aukningunni má rekja til umsvifa í Kína þar sem fjöldi seldra bíla jókst um 26% milli ára. Auk þess hefur eftirspurn eftir lúxusjepplingum farið vaxandi. 

BMW hefur ekki birt endanlegar tölur yfir síðasta ár en síðustu tölur frá því í nóvember benda til þess að salan hafi verið heldur minni en hjá Benz. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir