Fjöldauppsagnir hjá GoPro

Mynd/GoPro.com

Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur sagt upp hundruðum starfsmanna vegna rekstrarerfiðleika og hefur forstjóri fyrirtækisins ákveðið að lækka laun sín niður í 1 Bandaríkjadal á ári. 

Á síðustu 12 mánuðum hafa hlutabréf í GoPro lækkað um fimmtung í verði, að því er kemur fram í frétt Forbes. Ný rekstrarspá gerir ráð fyrir 340 milljóna dala tekjum á fjórða ársfjórðungi samanborið við fyrri spár um 460 til 480 milljóna dala tekjur. 

Fyrirtækið hefur gefið út að 250 starfsmönnum verði sagt upp og þá hefur Nick Woodman forstjóri ákveðið að lækka laun sín úr 800 þúsund dölum á ári niður í einn dal. Woodman var eitt sinn meðal milljarðamæringa, mælt í Bandaríkjadölum, en auðæfi hans hafa minnkað í takt við hlutabréfaverðið. 

Salan á GoPro-myndavélum var undir væntingum yfir hátíðirnar og þurfti fyrirtækið að lækka verðið á nokkrum vörum. Í tilkynningu frá GoPro var fullyrt að fyrirtækið yrði arðbært á síðari hluta þessa árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK