20 milljarða króna halli í desember

Verðmæti vöruútflutnings í desember á síðasta ári nam 41,7 milljörðum króna og verðmæti vöruinnflutnings nam 61,8 milljörðum. Vöruviðskipti voru því óhagstæð um 20,1 milljarð króna.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar þar sem greint er frá bráðabirgðatölum um fob-verðmæti vöruviðskipta. 

Á fyrstu dögum nýs árs var greint frá því að hall­inn á vöru­viðskipt­um Íslands við út­lönd hefði numið 151,9 millj­örðum króna á fyrstu ell­efu mánuðum síðasta árs. Hann var tæp­um 52 millj­örðum meiri en á sama tíma árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK