Björgvin ráðinn yfir Kortaþjónustuna

Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, tekur við stöðu framkvæmdastjóra Kortaþjónustunnar. 

Greint var frá ráðningu Björgvins á Vísi í dag og staðfesti Björgvin Skúli fréttirnar í samtali við mbl.is. 

„Það er kominn nýr og öflugur hópur hluthafa að Kortaþjónustunni sem mun styrkja fyrirtækið til muna. Þessir aðilar hafa í huga að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og halda áfram að styrkja fyrirtækið,“ sagði Björgvin Skúli. 

Hann sagði starfi sínu sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar lausu í febrúar 2017. Aðspurður sagðist Björgvin hafa unnið að sínum eigin verkefnum síðan þá. 

Kortaþjón­ust­an varð fyr­ir al­var­legu höggi þegar breska lággjalda­flug­fé­lagið Mon­arch fór í greiðslu­stöðvun í vetur en sam­hliða því hætti flug­fé­lagið starf­semi. Greiðsluþjón­ust­an var eitt átta fyr­ir­tækja sem sáu um færslu­hirðingu fyr­ir fyr­ir­tækið.

Kvika ásamt hópi fjár­festa keypti allt hluta­fé í Kortaþjón­ust­unni hf. (Korta) í byrjun nóvember og leiddi hluta­fjáraukn­ingu í fé­lag­inu. Eign­ar­hluti Kviku er rúm­lega 40% eft­ir viðskipt­in en aðrir hlut­haf­ar eiga und­ir 10% hlut hver í Korta.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir