Brynja kemur inn í stjórn Fossa

Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.
Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Brynja Baldursdóttir var kjörin í stjórn Fossa markaða á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum. Úr stjórn gekk Aðalsteinn E. Jónasson sem hefur tekið sæti í landsrétti.

Brynja er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi samhliða því að vera svæðisstjóri Creditinfo Group í Norður- og Suður Evrópu. Creditinfo er með starfsemi í 28 löndum víðs vegar um heiminn.
 
Brynja starfaði meðal annars sem forstöðumaður hjá Símanum og samstæðustjóri hjá OZ. Hún er með BSc-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í aðgerðagreiningu frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir