Íslenskt veðurfar í auglýsingu golfrisa

Skjáskot

Bandaríska golffatnaðarfyrirtækið FootJoy gerði sér leið til Íslands í sumar til þess að taka upp kynningarmyndbönd á nokkrum af flottustu golfvöllum landsins.

FootJoy eru stærsti í sölu golfhanska og golfskóa í Bandaríkjunum og eru hluti af samsteypunni Acushnet sem er skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York. 

„Þeir settu sig í samband við okkur með það í huga að taka upp gríðarlegt magn af myndefni á Íslandi. Slagorð fyrirtækisins eru „Make every day playable“ og því lá beinast við að koma til Íslands,“ segir Magnús Lárusson, vörumerkjastjóri hjá Ísam sem hefur umboð fyrir FootJoy á Íslandi. 

Heimsóttir voru þrír af fremstu golfvöllum landsins; Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði, Vestmannaeyjavöllur og Brautarholtsvöllur á Kjalarnesi. „Við gerðum tillögu að þremur völlum þar sem þeir fengju séríslenskt landslag sem fólk sér ekki annars staðar. 

Fjórir golfspilarar, tveir Bretar og tveir Bandaríkjamenn, komu til landsins ásamt tökuliði sem innihélt einn fremsta golfljósmyndara heims að sögn Magnúsar. Hann segir að þeir hafi reynt að haga tökum þannig að þær hefðu sem minnst áhrif á aðra á vellinum. Til dæmis hafi þeir mætt kl 4 um nótt á Vestmannaeyjavöll. 

Hér má sjá afraksturinn af tökunum í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK