Gróðursetja fyrir kolefnisbókhaldið

Við undirritun samningsins.
Við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

N1 hefur skrifað undir samning við Kolvið fyrir tímabilið 2016 til 2017 og næstu ár en samningurinn felur í sér að allt flug og notkun eigin bíla N1 verður kolefnisjafnað.

Kolefnisbindingin er framkvæmd með gróðursetningu rúmlega 2.000 trjáa, eða tæpan hektara af skógi árlega, á svæðum sem Kolviður hefur umsjón með.

Kolviður er stofnaður af Skógræktarfélagi Íslands og Landvernd og miðar að því að binda kolefni í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu.

Sjóðurinn hvetur til að dregið sé úr losun gróðurhúsalofttegunda af fremsta megni og til kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri fyrir þá losun sem óhjákvæmileg er.  

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir