Hefja á ný flug til Baltimore

Frá Baltimore.
Frá Baltimore. Ljósmynd/Aðsend

Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til bandarísku borgarinnar Baltimore í maí. Baltimore var í leiðakerfi Icelandair um árabil en hlé var gert á flugi félagsins þangað í rúman áratug.

Borgin er 22. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá 28. maí fram í miðjan október. Sala farseðla er þegar hafin.

Þetta er fjórða stórborgarsvæðið sem Icelandair þjónar með flugi á tvo flugvelli. Nú þegar er boðið upp á flug til JFK- og Newark-flugvallanna í New York, til Heathrow og Gatwick í London og til Charles De Gaulle- og Orly-flugvallanna í París.   

Í vor tekur Icelandair í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8-flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins í sumar, 26 af Boeing 757-gerð og fjórar af Boeing 767-300-gerð auk nýju vélanna.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir