Kodak sækir inn á rafmyntamarkaðinn

Kodak hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að snjallsímar …
Kodak hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að snjallsímar komu í stað myndavéla. AFP

Bandaríska ljósmyndavörufyrirtækið Kodak hefur ákveðið að ryðja sér til rúms á rafmyntamarkaðinum. Það mun gefa út sína eigin rafmynt sem hefur fengið heitið Kodakcoin. 

Fréttavefur Independent greinir frá því að Kodakcoin geri ljósmyndurum kleift að hafa betri stjórn á myndrétti sínum. Þeir geta fengið greiðslur fyrir leyfi fyrir notkun á myndunum samstundis í formi rafmyntarinnar. 

„Það er nauðsynlegt að ljósmyndarar viti fyrir víst að farið sé vel með ljósmyndir þeirra og tekjur og það er nákvæmlega það sem Kodakcoin snýst um,“ segir forstjóri WENN Digital sem er samstarfsaðili Kodak í framtakinu. 

Hlutabréf í Kodak meira en tvöfölduðust í dag eftir tilkynninguna en félagið hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig í breyttu samkeppnisumhverfi eftir að það steig upp úr gjaldþroti árið 2012.

Fyr­ir­tækið var stofnað af Geor­ge Eastman árið 1892 og var með yf­ir­burðastöðu á markaði fyr­ir mynda­vél­ar og film­ur lung­ann úr 20. öld­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK