Sæmundur ráðinn forstjóri Borgunar hf.

Sæmundur Sæmundsson er nýr forstjóri Borgunar hf.
Sæmundur Sæmundsson er nýr forstjóri Borgunar hf. Mynd/Borgun hf

Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Borgunar hf. og tekur hann til starfa hjá fyrirtækinu á morgun, fimmtudaginn 11. janúar 2018. Sæmundur tekur við af Hauki Oddssyni, sem sagði upp störfum á síðasta ári eftir 10 ára starf og í framhaldi var staða forstjóra auglýst laus til umsóknar.

Erlendur Magnússon, stjórnarformaður Borgunar, segir Sæmund öflugan leiðtoga með víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og góða þekkingu á fjármálamarkaði. „Algjör einhugur var í stjórn Borgunar hf. um ráðningu hans og við hlökkum til samstarfs við hann í framtíðinni,“ segir hann jafnframt.

Sæmundur var síðast framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Sjóvá-Almennum og þar áður forstjóri Teris. Þá hefur hann setið í fjölmörgum sérfræðinefndum fjármálafyrirtækja og var stjórnarformaður Auðkennis. Sæmundur er tölvunarfræðingur frá University of Texas í Bandaríkjunum og hefur að auki umtalsverða reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stjórnunar og hugbúnaðarþróunar.

„Borgun er spennandi fyrirtæki  á síbreytilegum og ört vaxandi markaði. Hjá fyrirtækinu starfar stór hópur af afar hæfu starfsfólki og ég hlakka mikið til að starfa með því að verkefnum framtíðarinnar,“ segir Sæmundur um nýjan starfsvettvang.

Sæmundur er kvæntur Margréti Völu Kristjánsdóttur, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og eiga þau þrjá syni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK