Seðlabanki Sviss hagnaðist meira en Apple

Höfuðstöðvar bankans í Zürich.
Höfuðstöðvar bankans í Zürich. AFP

Seðlabankinn í Sviss segist gera ráð fyrir hagnaður síðasta árs sé 54 milljarðar svissneskra franka, eða um 5.776 milljarðar íslenskra króna.

Hagnaður bankans er meiri en hagnaður tæknirisans Apple, og meiri en hagnaður JP Morgan og Berkshire Hathaway til samans. Hjá bankanum starfa aðeins 800 manns og er hæst launaði starfsmaðurinn með 105 milljónir króna í árslaun. 

Hagnaðurinn nam 8% af landsframleiðslu Sviss. Til þess að Seðlabanki Íslands næði sama umfangi þyrfti hann að hagnast um 250 milljarða króna.

Seðlabankinn í Sviss (SNB) er einn af fáum seðlabönkum í heiminum sem hafa skráð hlutabréf á markaði. Þau tvöfölduðust í verði á síðasta ári og hækkuðu um 3,4% eftir tilkynninguna. 

Nánari umfjöllun má finna á Wall Street Journal. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir