9% aukning í skilum til endurvinnslu

Sjálfvirkum móttökustöðvum fyrir drykkjarumbúðir fjölgar.
Sjálfvirkum móttökustöðvum fyrir drykkjarumbúðir fjölgar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drykkjarumbúðum var skilað í töluvert ríkari mæli á endurvinnslustöðvar hér á landi í fyrra en árið á undan. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Endurvinnslunni var sala ársins 2017 um 155 milljónir eininga, sem er um 9% aukning frá árinu áður.

„Aukningin er þó ekki samsvarandi í magni, þar sem nokkuð var um að neytendur skiptu út stórum einingum eins og 2 lítra umbúðum í minni einingar,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í Morgunblaðinu í dag.

Helgi segir að á næstunni verði sjálfvirkum talningarvélum fjölgað. Til að mynda verður í næsta mánuði fjölgað úr einni vél í tvær á vinsælli móttökustöð Sorpu við Ánanaust. Er það gert vegna aukningar í umsvifum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK