Einkaþjónar innifaldir á hóteli Bláa lónsins

Úr lúxushóteli Bláa lónsins.
Úr lúxushóteli Bláa lónsins.

Hluti af því sem innifalið er í verði herbergja í nýju fimm stjörnu lúxushóteli Bláa lónsins, sem stefnt er á að opna í apríl næstkomandi, er þjónusta einskonar einkaþjóna, eða gestgjafa eins og þeir eru kallaðir.

Gestgjafarnir eiga að tryggja að viðskiptavinirnir njóti dvalarinnar sem best og þeir verða sérstakir tengiliðir gestanna við hótelið sjálft.

Hver nótt á nýja hótelinu kostar frá 144 þúsund krónum, en auk hinnar ríkulegu þjónustu er innifalinn aðgangur að Bláa lóninu og nýrri heilsulind og lóni við hótelið, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir