Forseti Kína áhugasamur um jarðhitasamstarf

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er nú í heimsókn í Kína ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja, að þingforseta Dana undanskildum. Þingforsetarnir áttu yfir klukkustundar langan fund með Xi Jinping, forseta Kína, í gær í Peking.

„Þetta er búið að vera mjög áhugavert og móttökurnar hér hafa verið frábærar og okkur hefur verið sýndur mikill heiður,“ sagði Steingrímur þegar blaðamaður náði tali af honum í Peking, rétt eftir að fundinum með forseta Kína lauk.

„Ég minntist á jarðhitasamstarf Íslands og Kína, stóru hitaveituverkefnin, og kom þar öldungis ekki að tómum kofunum,“ sagði Steingrímur. „Forsetinn sýndi jarðhitasamstarfinu sérstakan áhuga og sagðist vera áhugasamur um nýtingu jarðvarma og kvaðst því fylgjast vel með þessum samstarfsverkefnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK