Bensínið rennur hjá Bjarna Har.

Bjarni getur áfram dælt bensíni á bíla á Sauðárkróki.
Bjarni getur áfram dælt bensíni á bíla á Sauðárkróki. mbl.is/Björn Björnsson

Olíuverslun Íslands, bæjaryfirvöld á Sauðárkróki og heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hafa náð samkomulagi um framlengingu á starfsleyfi Olís við Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.

Bjarni Har. getur því aftur farið að afgreiða eldsneyti á bíla í dag, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær féll starfsleyfið úr gildi um áramótin.

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverslunar Íslands, lýsir ánægju sinni með samkomulagið um starfsleyfið við yfirvöld á Sauðárkróki í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir