Bónus opnar á brunareit

Bónusverslunin verður á svokölluðum brunareit sem sést hér fjær á …
Bónusverslunin verður á svokölluðum brunareit sem sést hér fjær á myndinni. mbl.is/Golli

Hagar hf., móðurfélag Bónuss og fleiri verslunarkeðja, hafa ákveðið að flytja tvær Bónusverslanir seinni hluta ársins.

Næstelsta Bónusverslunin, sú sem staðsett er í Faxafeni, verður flutt yfir í Skeifuna 11 seinni hluta ársins, en þar eru að hefjast framkvæmdir við að endurbyggja þann hluta eignarinnar sem skemmdist í Skeifubrunanum árið 2014. Sagt er frá þessu í ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem sent var á Kauphöllina í gær.

Verslunin í Faxafeni var opnuð um mitt sumar 1989, aðeins nokkrum mánuðum eftir að fyrsta verslun fyrirtækisins var opnuð í Skútuvogi. Talsverð uppbygging er fram undan í Skeifunni, en í lok síðasta árs var nýtt rammaskipulag fyrir svæðið samþykkt. Verður íbúðum og verslunar- og þjónustuhúsnæði fjölgað mikið ef áformin ganga eftir.

Þá hefur einnig verið ákveðið að flytja Bónusverslunina í Mosfellsbæ að Háholti 17-19, en skrifað var undir kaupsamning þess efnis nýlega. Mun verslunin flytja þangað á haustmánuðum.

Bónusverslunin í Faxafeni verður flutt á svokallaðan brunareit í Skeifunni …
Bónusverslunin í Faxafeni verður flutt á svokallaðan brunareit í Skeifunni 11. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK