Vilja fasta punkta áður en byrjað verður

Horft af flötinni á þriðju braut yfir golfvöllinn í átt …
Horft af flötinni á þriðju braut yfir golfvöllinn í átt að vallarhúsi og Vífilsstöðum. Til hægri má sjá skýli við æfingasvæði, en á þeim slóðum í Vetrarmýri er fyrirhugað að reisa fjölnota íþróttahús með knattspyrnuvelli. Ljósmynd/Úr safni GKG

„Það hefur verið bókað í bak og fyrir að við fáum ekki verri golfvöll en við höfum og öllu lengra er málið ekki komið,“ segir Guðmundur Oddsson, formaður Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, en uppbygging í Vetrarmýri og Hnoðraholti í Garðabæ kallar á talsverðar breytingar á vellinum.

Nokkrar brautir verða lagðar af vegna framkvæmda og einnig hluti æfingasvæðis. Á móti fær klúbburinn land fyrir nokkrar brautir nálægt Vífilsstaðavatni, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni þetta í Morgunblaðinu í dag.

Guðmundur segir að alveg sé eftir að setjast yfir það hversu mikil skerðingin verði á núverandi velli, en þrjár brautir í Mýrinni þurfi líklega að víkja. Hann segir að ráðamenn bæjarins hafi talað um að ekki megi taka tillöguna sem bar sigur úr býtum í rammasamkeppni um svæðið of bókstaflega, enda sé öll deiliskipulagsvinna eftir. Nauðsynlegt sé fyrir golfklúbbinn að fá fasta punkta um framkvæmdir áður en fyrsta skóflustunga verður tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK