Airbnb gæti tekið fram úr gistihúsum

AFP

Airbnb myndi selja fleiri gistingar hér á landi en öll gistihús landsins samanlögð í fyrra jafnvel þó að vöxtur þess á árinu yrði helmingi hægari en á síðasta ári. 

Í frétt á vef Túrista eru teknar saman tölur af Mælaborði ferðaþjónustunnar og vef Hagstofunnar sem ná yfir allt síðasta ár að desember undanskildum.

Þar segir að þegar allt árið 2017 verði gert upp megi gera ráð fyrir að Airbnb hafi selt um ríflega þrjár milljónir gistinga og að hótelnæturnar hafi verið rúmlega 4 milljónir. Í gistinóttum talið er stærð Airbnb því um 74% af hótelmarkaðnum en hlutfallið var 43 prósent í fyrra. 

Þá kemur fram að Airbnb sé einn af skjólstæðingum lögmannstofunnar Logos sem hefur sinnt lögfræðiverkefnum af ýmsu tagi fyrir bandaríska fyrirtækið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK