Leggja bann við að rukka fyrir kortanotkun

Evrópuþingið.
Evrópuþingið. AFP

Nýjar reglur frá Evrópusambandinu fela í sér að fyrirtæki geti ekki rukkað viðskiptavini sérstaklega fyrir að nota debet- eða kreditkort. 

Reglurnar tóku gildi 13. janúar og eru sagðar geta sparað neytendum meira en 550 milljónir evra, eða um 69 milljarða íslenskra króna. 

Í frétt Sky er greint frá reglunum. Þar segir að hingað til hafi fyrirtæki getað velt kostnaði vegna kortafærslna yfir á neytendur. Nú megi þau hins vegar ekki haga verðinu eftir því hvort greiðslukort sé notað eða af hvaða gerð það sé. 

Sum fyrirtæki hafa gefið út að þau muni fremur hækka verðið til jafns fremur en að lækka það til jafns. Þá hafa vaknað spurningar um áhrif reglnanna á smærri fyrirtæki og ferðaþjónustuna sem reiðir sig í miklum mæli á kortafærslur að utan sem bera hærri kostnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir