Metinn á um 184 milljarða króna

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er metinn á 1,8 milljarð bandaríkjadala, eða um 184 milljarða króna, að því er fram kemur í nýbirtum lista Forbes yfir milljarðamæringa á heimsvísu. Er hann eini Íslendingurinn á listanum og er þar númer 1161.

Fyrir tíu árum var Björgólfur 249. ríkasti maður heims á lista Forbes, en eftir efnahagshrunið hvarf hann af listanum. Nú er Björgólfur á listanum fjórða árið í röð.

Bill Gates, forstjóri Microsoft, er sem fyrr ríkasti maður heims, metinn á 86 milljarða bandaríkjadala og Warren Buffett, fjárfestir, er í öðru sæti, metinn á 75,6 milljarða.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir