Teva sektað um milljarða fyrir mútur

Höfuðstöðvar Teva í Jerúsalem.
Höfuðstöðvar Teva í Jerúsalem. AFP

Yfirvöld í Ísrael hafa sektað lyfjarisann Teva Pharmaceuticals um 22 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2,3 milljarða króna, fyrir mútugreiðslur. 

Þetta staðfesti dómsmálaráðuneyti Ísreals í dag. Sektin er hluti af sátt milli Teva og yfirvalda sem hlífir fyrirtækinu við ákæru vegna málsins. Teva var gert að sök að hafa greitt mútur til embættismanna í Rússlandi, Úkraínu og Mexíkó til þess að afla sér viðskipta. 

Teva greiddi rússneskum embættismanni 6,7 milljarða króna á árunum 2010 og 2012 til þess að auka sölu á lyfinu Copaxone en það skilaði sér í um 21 milljarðs króna hagnaði fyrir Teva. Í Úkraínu hafði Teva greitt háttsettum embættismanni mútur yfir tíu ára tímabil, frá 2001 til 2010, og í Mexíkó greiddi fyrirtækið læknum á vegum ríkisins fyrir að koma lyfjum þess á framfæri. 

Sams konar mál kom upp árið 2016 eftir rannsókn af hálfu yfirvalda í Bandaríkjunum og var Teva þá gert að greiða 53 milljarða króna í sekt. Teva tilkynnti í desember um 14 þúsund manns yrði sagt upp vegna bágrar fjárhagsstöðu og er talið að sekt yfirvalda í Ísrael hafi tekið mið af stöðu fyrirtækisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK