Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers.

Eru lóðirnar tvær um 3.700 fermetrar að stærð. Barst umsóknin frá einkahlutafélaginu Melónu, sem franskir aðilar standa að baki. Málið er þó allt á byrjunarstigi að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna.

„Útaf fyrir sig er þetta bara snoturt og allt í góðu lagi hvað varðar staðsetningu og annað,“ segir Gísli í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir