Töluverð aukning veltu á mili ára

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, starfsemi ferðaskrifstofa og farþegaflutninga á vegum, var 716 milljarðar króna í september og október 2017 sem er 8,1% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Veltan jókst um 2,4% á tímabilinu nóvember 2016 til október 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar á undan. Starfsemi tengd farþegaflutningum og ferðaskrifstofum var ekki virðisaukaskattskyld fyrr en í ársbyrjun 2016 og er nauðsynlegt að taka tillit til þess þegar velta frá og með 2016 er borin saman við fyrri ár.

Hærra þrep virðisaukaskatts, eða almennt þrep, er í dag 24%. Í þessu þrepi eru allar tegundir vöru og þjónustu sem ekki eru flokkaðar í öðrum þrepum.

Lægra þrep virðisaukaskatts er í dag 11%. Í þessu þrepi eru m.a. bækur, tímarit, hitaveita, rafmagn til húshitunar, matvara, þjónusta veitingahúsa, gistiþjónusta, farþegaflutningar innanlands (aðrir en áætlunarflutningar) og þjónusta ferðaskrifstofa. Áfengi er í lægra þrepi síðan 1. janúar 2016 en var áður í hærra þrepi.

Velta undanskilin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt: Ekki þarf að greiða virðisaukaskatt af þessari veltu, en þó er skylt að skila virðisaukaskattskýrslum og hægt er að fá endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem hefur verið greiddur til að afla tekna. Útflutningur á vöru og þjónustu er undanskilinn virðisaukaskatti. Sem dæmi um útflutta þjónustu má nefna millilandaflug og -siglingar; útflutning hugbúnaðarþjónustu; og utanlandsferðir sem íslenskar ferðaskrifstofur selja. Samningsbundnar greiðslur úr ríkissjóði vegna mjólkurframleiðslu og sauðfjárframleiðslu eru einnig undanskildar virðisaukaskatti.

Þjónusta undanskilin virðisaukaskatti: Ýmiss konar þjónusta er að öllu leyti undanskilin virðisaukaskatti skv. 2. grein laga um virðisaukaskatt. Veltu í þess konar þjónustu á ekki að telja með í virðisaukaskattskýrslum og ekki er hægt að fá endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem rekstraraðilar hafa greitt í tengslum við þessa þjónustu. Eðli máls samkvæmt er þjónusta af þessu tagi ekki talin með í hagtölum um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum. Sem dæmi um þjónustu sem er undanþegin virðisaukaskatti má nefna almenningssamgöngur, aðra áætlunarflutninga inna

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK