Kaflaskil á fasteignamarkaði

Tími mikilla verðhækkana virðist nær örugglega vera liðinn og vænta má að meiri ró verði á þessum markaði á næstu misserum að mati hagfræðideildar Landsbankans. 

Í Hagsjá  er vísað til talna Þjóðskrár sem sýna að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% í desember. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 0,4% og verð á sérbýli lækkaði um 0,4%.

Bent er á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi nú í desember hækkað um 1,8% á síðustu sex mánuðum, en hækkað um 13,7% næstu sex mánuði þar á undan. 

„Sé litið á fjölda viðskipta yfir lengra tímabil má sjá að þeim fækkaði töluvert frá síðasta ári og voru svipuð og á árinu 2015. Fækkun viðskipta var hlutfallslega mun meiri með sérbýli en þar var fækkun viðskipta um 16%. Viðskiptum með fjölbýli fækkaði um 5% milli ára. Sjö ára tímabili síaukinna viðskipta á höfuðborgarsvæðinu lauk því á árinu 2016.“

Segir hagfræðideildin að varasamt sé að horfa of mikið á niðurstöður einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði. „Samanburður milli ára segir ávallt sína sögu en engu að síður bendir þróun síðustu mánaða óneitanlega til þess að kaflaskil hafi orðið á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK