Fyrsti Harry Potter-leikurinn í sex ár

Skjáskot

Snjallsímaleikurinn Harry Potter: Hogwarts Mystery verður gefin út í vor fyrir iOS og Android og er fyrsti Harry Potter-tölvuleikurinn í sex ár. 

Fréttavefur Guardian greinir frá áformunum. Þetta er jafnframt fyrsti tölvuleikuinn sem er gefinn út undir nafni fyrirtækisins Portkey Games label sem er hluti af Warner Bros samstæðunni og var komið á laggirnar í fyrra. Portkey einblínir á að smíða tölvuleiki sem tengjast sögum J.K. Rowling, höfundi Harry Potter bókanna. 

Spilarar bregða sér í hlutverk nemenda við Hogwartsskólanum og spannar leikurinn tímabilið frá því að Harry fæðist þangað til að hann fær inngöngu í skólann. Þeir geta sótt kennslustundir, lært töfrabrögð, og myndað vinasambönd og fjandskap svo dæmi séu tekin. 

Hér að neðan má sjá sýnishorn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK