Jafnræði næst eftir hundrað ár

Cred­it­in­fo stend­ur fyr­ir sér­stök­um viðburði í Hörpu á miðviku­dag­inn þar …
Cred­it­in­fo stend­ur fyr­ir sér­stök­um viðburði í Hörpu á miðviku­dag­inn þar sem list­inn yfir framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki 2017 verður kynnt­ur. mbl.is/Ernir

Konur eru æðstu stjórnendur í einungis 20% allra fyrirtækja á Íslandi, samkvæmt gögnum Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki. Á árabilinu 2010 til 2016 fjölgaði konum í hópi forstjóra og framkvæmdastjóra um 0,3 prósentustig á ári að meðaltali. Haldist sú fjölgun óbreytt áfram mun það því taka um það bil eina öld þar til fullt jafnræði næst á milli kynja á meðal æðstu stjórnenda í íslensku atvinnulífi.

Þegar litið er til samsetningar stjórna í íslenskum fyrirtækjum út frá kynjahlutföllum, þá kemur í ljós að hlutfall kvenna í stjórnum nemur 24%. Í tilviki meðalstórra og stórra fyrirtækja sem komast inn á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2017 má greina töluvert hærra hlutfall kvenna í stjórnum.

Á meðal stórra fyrirtækja, sem búa yfir heildareignum yfir einum milljarði króna, er hlutfall kvenna í stjórnum liðlega 30% hjá framúrskarandi fyrirtækjum. Hjá þeim stóru fyrirtækjum sem ekki komast inn á fyrrgreindan lista er hlutfallið hins vegar tæplega 22%.

Konur eru hlutfallslega nokkru færri í stjórnum meðalstórra fyrirtækja með eignir á bilinu 200 til 1.000 milljónir. Á meðal framúrskarandi fyrirtækja er hlutfall stjórnarkvenna 22%, en hjá þeim meðalstóru fyrirtækjum sem ekki eru á listanum er hlutfallið tæplega 18%.

Einungis 2,2% skráðra fyrirtækja á Íslandi eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki, sem kynntur verður með viðhöfn í Hörpu á miðvikudaginn kemur. Til þess að komast inn á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði, m.a. um 20% eiginfjárhlutfall og jákvæða rekstrarniðurstöðu síðastliðin þrjú ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK