Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

Seinustu dagar í Versluninni Kosti
Seinustu dagar í Versluninni Kosti mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts.

Starfsmennirnir, sem telja sig eiga inni laun hjá fyrirtækinu, hafa farið fram á að fá greiddan þriggja mánaða uppsagnarfrest, en Jón Gerald hefur lýst því yfir að engar frekari launagreiðslur muni berast frá fyrirtækinu í kjölfar lokunar á versluninni.

Guðmundur segir í Morgunblaðinu í dag að málið sé nú í vinnslu og hann geti því ekki fullyrt um hversu háa upphæð sé að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK