Banna bitcoin-viðskipti starfsmanna

AFP

Nordea, stærsti bankinn á Norðurlöndum, hefur lagt bann við því að starfsmenn eigi viðskipti með bitcoin eða aðrar rafmyntir vegna þess að viðskiptin eru ekki undir eftirliti yfirvalda. 

„Ástæðan fyrir því að starfsmönnum er bannað að fjárfesta í rafmyntum er að áhættan er talin vera of mikil,“ segir í tilkynningu frá Nordea.

„Ólíkt viðskiptum með verðbréf og gjaldmiðla eru viðskipti með rafmyntir ekki undir eftirliti yfirvalda og því eru fjárfestar á þeim markaði ekki varðir gagnvart ólöglegum viðskiptaháttum og peningaþvætti.“

Starfsmönnum sem nú þegar eiga rafmyntir verður ekki skylt að selja þær en Nordea ráðleggur þeim að gera það. Þeir geta hins vegar ekki keypt fleiri. 

Verðið á bitcoin hríðféll í síðustu viku niður fyrir 10 þúsund dali í fyrsta sinn í sex vikur. Hafa áhyggjur yfir aðgerðum yfirvalda farið vaxandi. Yfirvöld í Þýskalandi og Frakklandi hafa lýst yfir vilja til að koma böndum á bitcoin í sameiningu og yfirvöld í Kína undirbúa harðar aðgerðir gegn rafmyntum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK