Selur dótturfélög fyrir um 10 milljarða

Jón Helgi Guðmundsson er stærsti hluthafi í Norvik.
Jón Helgi Guðmundsson er stærsti hluthafi í Norvik. Ljósmynd/Aðsend

Erlend dótturfélög Norvik, sem eru rekin undir merkjum Norvik Timber Industries í Eistlandi, Lettlandi og Bretlandi, verða seld til sænska félagsins Bergs Timber að fengnu samþykki stjórnar þess. Norvik er stærsti eigandinn í Bergs Timber með tæplega þriðjungshlut. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bergs Timber sem er skráð félag í sænsku kauphöllinni. Þar segir að búið sé að skrifa undir viljayfirlýsingu um kaupin sem verða borin undir stjórn Bergs Timber í vor.   

Af félögunum sem um ræðir má nefna timburvinnsluna Byko-Lat er staðsett er í Lettlandi. Þau veltu í heildina 20,7 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og skiluðu hagnaði upp á einn milljarð króna eftir skatt.

Í heildina nemur kaupverðið allt að 771 milljón sænskra króna, eða um 9,9 milljörðum íslenskra króna. Þar af verða 3,5 milljarðar íslenskra króna greiddir út og 5,9 milljarða fær Norvik í formi hlutafjár í Bergs Timber sé miðað við gengið 2,71. Þá eru greiðslur sem tengjast árangri Bergs Timber á næstu árum innifaldar í upphæðinni. 

Afhafnasvæði í Syktyvkar Norvik.
Afhafnasvæði í Syktyvkar Norvik. Ljósmynd/Norvik

Eins og stendur á Norvik 29,52% hlut í Bergs Timber en eftir kaupin eykst hluturinn í 64,68%. Norvik hefur hins vegar gefið út að til lengri tíma litið sé stefnt að því að lækka hlutinn undir helming.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Creditinfo á Jón Helgi Guðmundsson 31,4% hlut í Norvik og Guðmundur Halldór Jónsson, Iðunn Jónsdóttir og Steinunn Jónsdóttir eiga 21,9% hvert. Aðrir hluthafar eiga minna en 1% hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK