Sex endurskoðendur ákærðir fyrir svik

AFP

Sex endurskoðendur, þar af þrír fyrrverandi meðeigendur í KPMG, hafa verið kærðir fyrir svik sem fólu í sér að þeir fengu upplýsingar fyrirfram um eftirlitsferðir fjármálayfirvalda í Bandaríkjunum. 

Financial Times greinir frá málinu sem snýst um að KPMG hafi viljað bæta frammistöðu sína í eftirlitsferðum fjármálayfirvalda með því að ráða starfsmenn sem unnu hjá eftirlitsstofnunum. Endurskoðendur hjá KPMG og stofnun sem hefur eftirlit með endurskoðendum fyrirtækja sem eru skráð á hlutabréfamarkað (PCAOB) eru sagðir hafa deilt upplýsingum sín á milli þannig að KMPG gæti búið sig undir eftirlitsferðir og endurskoðun nefndarinnar. 

Tveir starfsmenn hjá stofnuninni eru sagði hafa notfært sér upplýsingar í þeim tilgangi þegar þeir fengu störf hjá KPMG en sá þriðji er sagður hafa veitt fyrrverandi starfsfélögum sínum upplýsingar í von um að fá einnig starf hjá endurskoðunarfyrirtækinu. 

KPMG rak sex starfsmenn í mars á síðasta ári og gaf út að ástæðan væri að þeir hefðu fengið óviðeigandi viðvaranir vegna eftirlitsstarfsemi PCAOB eða vitað að aðrir starfsmenn byggju yfir slíkum upplýsingum og ekki tilkynnt um það. Talsmaður KPMG segir að fyrirtækið hafi brugðist skjótt við eftir að upp komst um svikin og að það væri í góðu samstarfi við yfirvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK