Skella innflutningsgjöldum á þvottavélar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Ákvörðunin um innflutningsgjöldin er í anda viðskiptastefnu …
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Ákvörðunin um innflutningsgjöldin er í anda viðskiptastefnu Donald Trump Bandaríkjaforseta, „Bandaríkin fyrst“ sem verja á innlenda framleiðslu fyrir erlendum keppinautum. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt umdeild innflutningsgjöld á innfluttar þvottavélar og sólarrafhlöður. Ákvörðunin er í anda viðskiptastefnu Donald Trump Bandaríkjaforseta, „Bandaríkin fyrst“ sem verja á innlenda framleiðslu fyrir erlendum keppinautum.

BBC hefur eftir talsmanni Bandaríkjastjórnar að stjórnin muni „ávallt verja bandarískt verkafólk, bændur, stórbændur og kaupsýslumenn“.

Stjórnvöld í Kína og Suður-Kóreu hafa hins vegar gagnrýnt ákvörðunina, enda mun hún hafa hvað mest áhrif á þarlend fyrirtæki. Bandarískir ráðamenn segja hins vegar von á frekari viðskiptahindrunum.

Frá því hann settist á forsetastól þá hefur Trump rætt um að grípa til aðgerða gegn erlendum fyrirtækjum. Í innsetningaræðu sinni í fyrra hét hann því að verja landamæri Bandaríkjanna fyrir því að önnur lönd „framleiði vörurnar okkar, steli fyrirtækjunum okkar og eyðileggi störf okkar“.

Leggja á 20% innflutningsgjöld á fyrstu 1,2 milljón þvottavélanna á fyrsta árinu og 50% innflutningsgjöld á allan umframfjölda. Eftir þrjú ár lækka gjöldin síðan niður í 16% fyrir 1,2 milljónir velja og 40% á rest. Innflutningsgjöld á innfluttar sólarrafhlöður verða hins vegar 30% fyrsta árið, en lækka niður í 15% eftir fjögur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK