Ástandsskoðun fasteigna verði lögbundin

Kjartan Hallgeirsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar.
Kjartan Hallgeirsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eignamiðlun var ein af fáum fasteignasölum sem komust tiltölulega klakklaust í gegnum kreppuna. „Hrun varð í sölu fasteigna árið 2008 og markaðurinn ákaflega erfiður næstu árin þar á eftir. Við fórum á hinn bóginn ekki í felur heldur vorum áfram úti á markaðnum og tókum að okkur ýmis verkefni samhliða fasteignasölu,“ segir Kjartan Hallgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Mikil eftirspurn var eftir verðmati á fasteignum, bæði vegna skuldaleiðréttinga og til að meta eignasafn bankanna fyrir kröfuhafa.“

Þegar markaðurinn byrjaði að taka við sér hafði fasteignasölum fækkað, og aðstæður því nokkuð góðar fyrir þá sem höfðu náð að þrauka í gegnum mestu lægðina. Kjartan segir núna góðar horfur á fasteignamarkaði: „Veltan er nokkuð eðlileg og gefur fyrirheit um stöðugleika á komandi árum. Von er á að framboð á eignum aukist, vextir eru á niðurleið og ekki annað að sjá en næstu ár verði góð fyrir bæði kaupendur og seljendur.“

Eignamiðlun er elsta starfandi fasteignasalan á Íslandi, stofnuð 1957, og hefur verið lengi á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Í ár er fyrirtækið efst á listanum í flokki lítilla fyrirtækja. Kjartan segir að þessi viðurkenning sé mikils virði fyrir fyrirtækið, stjórnendur og starfsmenn og til marks um að reksturinn standi vel. „Við fengum viðurkenninguna fyrst þegar markaðurinn var miklu brothættari en hann er í dag og hafði þá enn meiri þýðingu að geta sýnt með þessu móti að starfsemi fyrirtækisins væri í góðu lagi,“ segir hann. „Í dag er árferðið betra og fleiri fyrirtæki komast á lista Creditinfo, en okkur þykir áfram vænt um að fá þessi verðlaun og að fá það heilbrigðisvottorð sem í þeim felst.“

Ríkari kröfur gerðar

Spurður um rekstrarumhverfi Eignamiðlunar og hvar skórinn kreppir hjá fasteignasölum á Íslandi segir Kjartan að samkeppnin sé harðari en margir geri sér grein fyrir og fasteignasalar verði að hafa sig alla við. „Lagaumhverfi fasteignasala hefur á margan hátt tekið jákvæðum breytingum á undanförnum árum og með nýjum lögum var gerð ríkari krafa um menntunarstig þeirra sem sinna milligöngu um sölu fasteigna. Þetta veitir kaupendum og seljendum aukna vernd og dregur stórlega úr hættunni á að ekki sé gengið rétt frá sölu fasteigna,“ útskýrir Kartan.

Hann segir brýnt að leidd verði í lög ákvæði um ástandsskoðun fasteigna. „Það er mikilvægt réttindamál fyrir jafnt kaupendur sem seljendur að ástandsskoðun sé lögbundin og myndi það tryggja að öllum sem að viðskiptunum koma sé fyllilega ljóst í hvaða ástandi fasteignin er. Sams konar ákvæði þekkjast víða í nágrannalöndunum: á Norðurlöndunum er venjan að ástandsskoðun liggi fyrir strax og eign er auglýst til sölu, en í Bandaríkjunum hefur verið farin sú leið að öll tilboð í fasteignir eru gerð með fyrirvara um ástandsskoðun og síðan samið um verðið ef skoðunin leiðir í ljós galla eða skemmdir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK